Algengar spurningar

Flettu eða leitaðu að svari við spurningunni þinni

imgAlgengar spurningar fyrir hvern flokk
Bílapantanir
  • img img Hvaða persónuskilríki og gögn þarf ég hafa til að geta leigt bíl?

    Aðilinn ábyrgur fyrir bifreiðinni fær lykla afhenta eftir að hafa sýnt alþjóðlegt ökuskírteini, kvittun sem er send með tölvupósti eftir að bíllin hefur verið bókaður og kreditkort í nafni ábyrgðaraðila með nægilega heimild til að greiða tryggingarfé.  Ef fleiri en einn aðili stefnir á að keyra á bifreiðinni þurfa þeir aðilar einnig af framvísa ökuskírteini.

  • img img Er hægt að leigja bifreið án kreditkorts?

    Öll bílaleigufyrirtæki þurfa kreditkort , Möguleiki er á að öðrum kortum verði hafnað þegar bílar eru leigðir á netinu

    Mismunandi kort eru studd fyrir mismunandi bíla, fyrir nánari upplýsingar er hægt að leita í „Greiðsluuplýsingar“ í leiguskilmálanum



    Ef þú hefur engan aðgang að kreditkorti er hægt að fá undanþágu til notkunar á debitkorti hjá sumum fyrirtækjum, svo lengi sem keypt er allsherjartrygging frá skrifstofu söluaðila.

    Athugið að sum útgefin debitkort og rafkort eru í raun og veru kreditkort með engri heimild, hægt er að nota slík kort til að greiða tryggingarféið, ef þú vilt athuga kortatengundina þína er hægt að gera það á þessari vefssíðu: http://www.binbase.com/search.html

  • img img Eru einhverjar aldurstakmarkanir fyrir ökumenn

    Lágmarksaldur til að leigja bíl án þess að þurfa að greiða aukatryggingu er 23-70 ára, hins vegar eru mismunandi fyrirtæki með mismundandi kröfur um aldurs ökumanns, best er að skoða „Ökumenn“ hlutann af leiguskilmálanum fyrir ýtarlegar upplýsingar um aldurstakmarkanir



    Þeir sem eru yngri en 24 eða yfir 70 þurfa að greiða aukagjöld, upphæðinn er mismundandi eftir fyrirtækjum en er almennt milli 7-15 evrur á dag, hægt er að skoða  „Ökumenn“ hlutann af leiguskilmálanum fyrir ýtarlegar upplýsingar um aukagjöld vegna aldurs ökumanna

  • img img Forföll og breytingar á dagsetningu

    Við bjóðum upp á mjög sveigjanlega skilmála vegna breytinga á dagsetningum og forföllum á flestum bílum og hjá flestum leigufyrirtækjum

    Ef þú afbókar bílin að minnsta kosti 24 tímum fyrir afhendingu ( í sumum tilvikum þarf 48 tíma), færð þú í flestum tilvikum fulla endurgreiðslu.

    Ef þú afbókar minna en 24 tímum fyrir afhendingu (eða 48 tíma í sumum tilvikum) færð þú fulla endurgreiðslu að umsýslugjaldi frádregnu í flestum tilvikum.

    Skilmálar forfalla og umsýslugjöld fara eftir leigufyrirtækinu og bílnum sem er leigður. Best er að lesa skilmálana vel áður en bíllin er bókaður.

    Athugið að ekki er hægt að afbóka eða breyta bókun eftir afhendingardagsetningu. Þetta gildir jafnt yfir allar bókanir

    Gildir yfir allar bókanir:

    Ef umsýslugjaldið er hærra en greitt var fyrir bókunina er ekki hægt að fá endurgreiðslu vegna forfalla.

    Ef þú afbókar innan við 24 tíma (eða 48 tíma í sumum tilvikum) frá afhendingu munt þú þurfa að greiða sérstaklega fyrir það

    Athugið: Allar afbókanir þurfa að fara í gegnum „Mínar Pantanir“ síðuna og ekki í gegnum bílaleiguna.

     

    Aukatrygging og afbókanir: Ef þú hefur pantað aukatryggingu þegar þú bókaðir bílinn mun aukatryggingin einnig vera afbókuð þegar þú afbókar bílinn. Til að athuga hvort þú eigir rétt á endurgreiðslu á aukatrygginguni skaltu lesa skilmála tryggingar

    Viðskiptavinur mætir ekki

    Eftirfarandi mun flokkast sem „Viðskiptavinur mætti ekki“

    Þú lést tryggingarfyrirtækið ekki vita af afbókum fyrir afhendingardagsetningu.

    Þú mættir ekki á uppgefna staðsetning til að fá bílinn afhentan.

    Þú varst ekki með þau skjöl sem þarf til að mega fá bílinn afhentan.

    Þú varst ekki með kreditkort í nafni ökumanns með nægilegri heimild.

    Í öllum þessum tilvikum færð þú ekki endurgreitt.

    Leigufyrirtækin áskilja sér þann rétt að neita þeim viðskiptavini sem mætir ekki á réttum tíma með öll gögn og kreditkort með nægilegri heimild um bifreið. Í þeim tilvikum á viðskiptavinurinn ekki rétt á endurgreiðslu

  • img img Aukabúnaður

    Þegar þú bókar bíl getur þú valið að fá aukabúnað og þjónustur (til dæmis, GPS, barnasæti og snjókeður) sem munu gangast þér í ferðalagi þínu. Greitt er fyrir aukabúnað og aukaþjónustur á skrifstofu leigufyrirtækis við afhendingu bifreiðar.

  • img img Hvað ef ég fæ ekki kvittun senda í tölvupósti?

    Farðu í „Mínar bókanir“ á vefsíðu okkar og athugaðu stöðuna á bókuninni þinni. Við staðfestum flestar bókanir samstundis, en í sumum tilvikum getur það tekið allt að 48 tíma.

    Algengasta orsök þess að kvittunin er ekki send út er sú að vitlaust tölvupóstur hefur verið gefin upp. Ef þú kemst ekki inn á „Mínar bókanir“ geturðu haft samband við þjónustuver okkar í gegnum netspjallið eða í gegnum tölvupóst við munum senda þér kvittunina

  • img img Lágmarkstímabil

    Þú getur leigt bíll í minna en dag, jafnvel aðeins í einn klukkutíma. Hins vegar er lágmarksgjaldið alltaf 1 heill dagur

  • img img Hvar finn ég skrifstofu leigufyrirtækis á flugvellinum

    Þegar þú leigir bíl skaltu líta á „Pick-up location“ ef fyrirtækið er með skrifstofu á flugvellinum þá er það gefið upp á vefsíðunni, til að sækja bílinn þarftu bar að fylgja „Car Rental“ skiltunum. Nánast öll bílaleigufyrirtæki eru með skrifstofur á flugvellinum. Ef „Free Shuttle bus“ er tekið fram á vefsíðunni mun leigufyrirtækið skaffa þér flugrútu til skrifstofu leigufyrirtækis, nánari upplýsingar eru á kvittuninni, vanalega eru skrifstofurnar ekki meira en 5-7 mínútur frá flugvellinum.

    Einnig geturðu beðið um aðstoð á upplýsingarstöð flugvallar og þau munu aðstoða þið við að finna skrifstofu leigufyrirtækis

Greiðsla
  • img img Tryggingarfé og Sjálfsábyrgð

    Tryggingarféið er sú upphæð sem nær yfir sjálfsábyrgðina á trygginguni ásamt kostnaði á eldsneyti. Leigufyrirtækið tryggir því bifreyðina að fullu eða að hluta til. (Fer eftir skemmdum). Tryggingarféið er endurgreitt í heild sinni ef viðskiptavinurinn skilar bílnum í sama ástandi og hann var í þegar viðskiptavinurinn fékk hann afhentan



    Sjálfsábyrgðin er hámarksupphæðinn sem leigufyrirtækið mun ekki skila til viðskiptarvinar í ljósi ófyrirsjáanlegra kringumstæðna (Mismundandi sjálfsábyrgð er fyrir skemmdir á bifreið og þjófnaði)

    Til dæmis, ef bíllin er skemmdur og skemmdirnar metnar á 2000 EUR og Sjálfsábyrgðin fyrir skemmdir á bílnum er 400 EUR mun leigufyrirtækið aðeins rukka viðskiptavinin um 400 EUR, allur kostnaður umfram sjálfsábyrgðina eru tryggðar af CDW trygginguni

    Fyrir aukagjald er hægt að auka trygginguna og losna þar með við sjálfsábyrgðina. Fulla tryggingu er hægt að fá hjá skrifstofu leiguaðila, á vefsíðu okkar, eða frá öðrum tryggingarfélögum.



    ATHUGIÐ! Jafnvel þó þú greiðir fyrir trygginguna í gegnum annað tryggingarfélag mun leigufyrirtækið samt biðja þig um að greiða fyrir trygginguna, því er best að kaupa trygginguna frá leigufyrirtækinu þegar bíllin er leigður

  • img img Hvaða kort get ég notað

    Þú getur greitt fyrir bifreyðina með Mastercard eða Visa kredit eða debit kortum þegar þú pantar af netinu. Hins vegar gætir þú þurft kreditkort þegar þú færð bílin afhentan. Ef svo er þá er það tekið fram í leigusamningnum undir „Payment method“ kaflanum

    Ef þú átt aðeins debit kort þarftu samt ekki að hafa áhyggjur, flest debitkort eru í raun og veru kreditkort en hafa enga heimild. Slík kort geta verið notuð í stað kreditkorta þegar bíllin er sóttur

    Þú getur athugað týpu kortsins í gegnum þjónustuna www.bindb.com. Þarna inni getur þú slegið inn fyrstu 6 stafi kortsins og séð hvort kortið þitt mun virka.

    Í sumum tilvikum geturðu bókað og sótt bíl með aðeins debitkorti en í þeim tilvikum mund bílaleigufyrirtækið biðja þig um að kaupa aukna tryggingu, það er gert á skrifstofu leigufyrirtækisins

    Vinsamlegast lesið varlega yfir „Payments“ hlutann af  skilmálum leigusamnings þegar þú bókar bílinn þinn

Að taka upp bílinn
  • img img Ökuskírteini

    Áður en þú leigir bíl skaltu fara varlega yfir kröfur um ökuskírteini í skilmálum leigusamnings og þá sérstaklega „Driver“ kaflann. Ökumenn með minna en tveggja ára reynslu undir stýri eru vanalega hættulegri ökumenn og biðja leigufyrirtæki því vanalega um aukagreiðslu vegna þess



    Leigufyrirtækin geta einnig beðið um alþjóðlegt ökuskírteini. Þetta getur jafnvel gerst þótt þú ert í landi sem viðurkennir þitt ökuskírteini sem gilt í þeirra landi samkvæmt Vienna samkomulaginu.

    Nánari upplýsingar um alþjóðleg ökuskýrteini má finna hér:

    https://en.wikipedia.org/wiki/International_Driving_Permit

    Nánari upplýsingar um Vienna samkomulaginu má finna hér http://www.unece.org/fileadmin/DAM/trans/conventn/crt1968e.pdf

    Upplýsingar um ökuskírteini má finna í Annex 6, bls. 61

  • img img Eldsneyti

    Þegar þú leigir bíl þarft þú að skila honum með jafnmikið eldsneyti og hann var með þegar þú fékkst hann afhentan. Ef þú skilar bílnum með minna eldsneyti þarf þú að greiða fyrir mismuninn, þar að auki þarf þú að greiða sérstakt gjald fyrir „Eldsneytisþjónustu“ Þessar reglur eru mismundandi milli fyrirtækja, Fyrir nánari upplýsingar er best að lesa „Fuel Policy“ kaflann í leigusamningnum. Nánir upplýsingar eru einnig á kvittununi sem þú færð þegar þú bókar, ásamt samningum sem þú undirritar við afhendingu bifreyðar

  • img img Að sækja og skila bílum utan vinnutíma

    Ef þú villt fá að sækja eða skila bílnum utan vinnutíma skaltu slá þann tíma inn í leitargluggan, Þegar þú gerir það muntu aðeins sjá bíla sem má skila utan vinnutíma. Í sumum tilvikum gætirðu þurft að greiða aukagjald fyrir það, þetta gjald er gefið upp þegar þú bókar bílin, þetta gjald er greitt við bókun

    Þú getur skilað bílnum án aðstoðar starfsmanns leigufyrirtækis, þú þarft aðeins að leggja bílnum á uppgefna staðsetningu og skila lyklum í sérstakt hólf, fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við leigufyrirtækið beint, þar sem mismundandi fyrirtæki fylgja mismundandi fyrirkomulögum

  • img img Týpa og módel

    Samkvæmt reglum leigufyrirtækja er flokkur og eiginleikar tekin frá  frekar en nákvæm tegund Bíls. Þetta er út af því að bílar geta bilað, lent í slysum eða einfaldlega verið skilað of seint af fyrrverandi ökumanni.

    Þegar þú fært kvittunina senda í tölvupósti inniheldur hún kóða sem leggur út grunneiginleika Farartækis (td. CDAR). Hægt er að sjá hvað hver stafur þýðir í myndinni fyrir neðan

Við leigu
  • img img Að ferðast yfir landamæri

    Nánast öll leigufyrirtæki leyfa þér að ferðast yfir landamæri og yfir önnur lönd, hins vegar gildir þetta ekki yfir allar tegundir farartækja, Sum farartæki gætu lent í einhverjum takmörkunum við ákveðin landamæri eða þegar ferðast er á eyjur, Sum fyrirtæki gætu einnig rukkað gjald þegar ferðast er yfir landamæri

    Fyrir nánari upplýsingar, skoðaðu „Travel Restrictions“ í leigusamningnum

  • img img Að skila bílnum á aðra staðsetningu

    Ef þú leigir bíl á einum stað getur þú skilað honum á allt aðra staðsetningu ef það hentar þér. Einfaldlega hakaðu í „Skila á aðra staðsetningu“ þegar þú bókar bílin og taktu svo fram hvar þú villt skila bílnum, í sumum tilvikum geta verið einhverjar takmarkanir á því hvar þú getur skilað bílnum , aðeins þær staðsetningar þar sem þú getur skilað bílnum eru sýndar á vefsíðu okkar



    Flest fyrirtæki munu biðja þig um að greiða aukagjald fyrir að skila bílnum á aðra staðsetningu, þetta aukagjald er sýnt í bókunargjaldinu og á því aldrei að koma þér að óvöru

    Nákvæm upphæð er sýnd á hægri hönd á síðu bílsins undur dálknum „One-way Fee“

    Best er að lesa skilmála leigusamnings þar sem þessar upplýsingar koma fram, þar sem skilmálar eru mismundandi milli leigufyrirtækja. Þegar þú bókar bíl færðu þú símanúmer uppgefið, þú getur hringt í þetta símanúmer ef þú þarf að breyta skilmálum samnings

  • img img Hvað á ég að gera ef ég lendi í slysi

    Ef þú lendir í slysi skaltu heyra strax í neyðarþjónustu og tæknilegri aðstoð, símanúmerinn eru skráð í samningum, einnig þarf að láta leigufyrirtækið vita.

    Reglan er sú að bílaleigufyrirtækið býður upp á ýmsar þjónustur ef slys eiga sér stað, ef bíllin er skemmdur og ekki hægt að keyra honum á öruggan máta færð þú aðra bifreyð afhenda frá leigufyrirtækinu.

    Passaðu upp á að halda upp á alla pappíra sem þú skrifar undir, Ef þú lendir í slysi skaltu einnig passa upp á að eiga afrit að lögregluskýrslunni

  • img img Sektir fyrir seinna afhendingu bifreiðar

    Ef þú skilar bílnum seinna en tekið er fram í samningum gætir þú þurft að greiða aukalega fyrir það, ef seinkunin er um 1 til tveir tímar gætir þú verið rukkaður um tímagjald, ef seinkunin er meiri enn 12 tímar munt þú vera rukkaður um daggjald. Í sumum tilvikum gætir þú þurft að greiða sekt. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá leigufyrirtækinu, til að forðast sektir skaltu hafa samband við leigufyrirtækið um allar seinkanir

  • img img Breytingar á bókun eftir að bíllin hefur verið sóttur

    Ef þú þarf að framlengja leigutímabilið geturðu haft samband við leigufyrirtækið og beðið um framlengingu, í flestum tilvikum er þetta ekkert mál

    Þú getur einnig skilað bílnum fyrir umsamda dagsetningu en í þeim tilvikum er vanalega ekki hægt að fá endurgreiðslu

  • img img Takmarkanir á kílómetrafjölda

    Flestir venjulegir bílar koma með ótakmörkuðum kílómetrum inniföldum. Farðu vandlega yfir leiguskilmálana og þar sérstaklega „Mileage policy“ hlutann fyrir nánari upplýsingar

img
Sendu okkur skilaboð

Við munum svara þér innan 48 tíma

  • Nafn
  • Tölvupóstur
Skilaboð
Sláðu inn texta*:
img Sendu okkur skilaboð

Við munum svara þér innan 48 tíma

Nafn Tölvupóstur Skilaboð
Sláðu inn texta*:

Þessi vefur notar vafrakökur til að bæta upplifun þína af vefsíðu okkar. Með því að halda áfram að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum

Af hverju að velja okkur
  • img
    Enginn forfallagjöld

    Enginn kostaður ef þú afbókar allt að 24 tímum fyrir afhendingu

  • img
    Þjónustuverið opið 24/7

    Þjónustuver og netspjall í ýmsum tungumálum

  • img
    Yfir 96,000 staðsetningar

    Bílaleigur í öllum löndum

img
  • img
  • img
  • img
Sæktu appið
Meðaleinkunn